

Færni- og hermikennsla eru kostnaðarsamar kennsluaðferðir sem kalla á sérhæfðan tækjabúnað, sérhæft húsnæði auk sérhæfðrar þjálfunar kennara og tæknifólks. Með tilkomu HermÍs er mögulegt, þegar fram í sækir, að færa hluta af klínísku námi nemenda frá heilbrigðisstofunum yfir í setrið án þess að afsláttur sé gefinn af þjálfun nemenda.
Í allri umgjörð, uppbyggingu og starfsemi HermÍs, er lagt upp með að vinna samkvæmt alþjóðlegum gæðastöðlum og viðmiðum í færni- og hermikennslu. Stefnt er að því fá alþjóðlega viðurkennda vottun á starfsemi setursins.
Þáttur í starfsemi HermÍs, er þróun á nýjum kennsluaðferðum. Verið er að setja á laggirnar nýsköpunarherbergi (innovation room) í HermÍs, þar sem hægt er að þróa og prófa kennsluaðferðir og tækni, m.a. í samstarfi við nýsköpunarfyrirtæki. Í nýsköpunarherberginu er jafnframt hægt að prófa og þróa verklegar aðferðir, klínísk tæki og tól.
Tölvupóstfang: hermis@hi.is
LinkdIn: https://www.linkedin.com/company/hermís
X: @sim_iceland
Instagram: sim_iceland